Betri umsjón á Einarsgarði v/Laufásveg

Betri umsjón á Einarsgarði v/Laufásveg

Hvað viltu láta gera? Með aðeins meiri umsjón getur hann orðið friðsæll fyrir íbúa í kring, starfsfólk spítalans og háskólanema m.a. Það væri líka gaman að sjá leiktæki þar fyrir börnin. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta er fallegur garður á góðum stað. Leiðinlegt að sjá hann fara til spillis vegna lélegrar umhirðu.

Points

Miklar umbætur eru áformaðar en alltaf má gera betur. Ég vil hins vegar alls ekki sjá leiktæki í garðinum, hann er of lítill til þess, og myndi missa sinn "sjarma" sem friðsæll sælureitur. Hægt er að leika sér án leiktækja. Mjög merkilegur reitur, þar sem fyrsta garðyrkjustöðin amk í Reykjavík var, sem Einar Jónsson garðyrkjumaður stýrði. Þar er mjög fallegur álmur í vesturenda garðsins.

Í sambandi við ummæli Þorsteins: Ég er reyndar sammála með leiktækin. Það væri mjög gaman að sjá garðyrkjustöð aftur í garðinum.

Það væri einnig gott að setja ljósastaura eða almenn ljós í Einarsgarðinn því á veturna þegar það fer að dimma hratt sést ekkert og er erfitt að labba á stígnum sem byggður er úr ójöfnum steinum. Það eru ljósastaurar á götunni en það drífur ekki í Einarsgarðinn. Ég myndi vilja sjá ljósastaura sem fara meðfram göngustígunum í garðinum

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information