Aðeins rafbíla í bílastæði hjá hleðslustöðvum

Aðeins rafbíla í bílastæði hjá hleðslustöðvum

Hvað viltu láta gera? Greiða leið fyrir rafbílaeign í miðborginni með því að takmarka eða banna öðrum en rafbílum að leggja við hleðslustöðvar sem nýlega voru settar upp í miðborginni. Hvers vegna viltu láta gera það? Á þeim mánuðum síðan fyrstu stöðvarnar voru settar upp hef ég aðeins séð rafbíl í hleðslu þar tvisvar enda er ágengt í sum stæðin og þau á svæði eitt dýr. 90 min frítt stæði er ekki nóg fyrir þá sem eru það óheppnir einn daginn að fullt er í stæðin á sínu svæði. Rafbílaeign væri góður kostur fyrir marga miðborgabúa, umfram þá sem búa í öðrum hverfum, ef auðveld og trygg leið til að hlaða bílinn væri í boði. Uppsetning nýrra hleðslustöðva er skref í rétta átt en meira þarf til þess að tryggja íbúum aðgang.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information