Norðlingaholt - bættar almenningssamgöngur við hverfið

Norðlingaholt - bættar almenningssamgöngur við hverfið

Hvað viltu láta gera? Bæta/auka tíðni strætóferða, t.d. Norðlingaholt - Mjódd, (með stoppi við Ögurhvarf og Fellin). Hvers vegna viltu láta gera það? Fimman er ágæt í gegnum Hraunbæ og niður á Hlemm. En það vantar tíðari og betri tengingu við almenningssamgöngumiðstöðina í Mjódd. Stræto 51 ekki með nægilega tíðni.

Points

Ja asap

Margir krakkar æfa íþróttir með ÍR sem er næsta hverfi við Norðlingaholtið. Það eru engar strætóferðir sem tengja Breiðholtið og Norðlingaholtið í dag. T.d fara krakkar úr Norðlingaskóla í skólasund í Breiðholtinu og kynnast því hverfinu strax þar. Með betri samgöngum þá opnast margar dyr fyrir krakkana.

Almennings samgöngur t.d í Kopavog eru fáránlegar og þarf að Bæta sem fyrst.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Strætó Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information