Þrengja Eiríksgötu við Hallgrímskirkju og hægja á umferð

Þrengja Eiríksgötu við Hallgrímskirkju og hægja á umferð

Hvað viltu láta gera? Setja fallegar þrengingar við Hallgrímskirkju og hægja þannig enn frekar á umferð. Setja gangandi vegfarendur í forgang. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er þó nokkur umferð um Eiríksgötu á þessu svæði og ferðamenn virðast í sífelldu basli við að komast yfir götuna. Sumir ökumenn keyra hægt og hleypa fólki yfir en aðrir ekki. Ég vil að gangandi vegfarendur verði í forgangi á svæðinu, enda hentar það ekki til hraðaksturs, og ég tel að því markmiði verð best náð með mikilli hraðaminnkun og þrengingum.

Points

Það þarf að draga verulega úr bílaumferð á þessu svæði það er svo mikil umferð gangandi vegfarenda.

Já, eða bara hreinlega loka fyrir umferð á þessu svæði og breyta þessu öllu í mannvænt svæði/torg fyrir fótgangandi. Gefa leyfi fyrir sölubása með handverk og minjagripi (kannski takmarka fjöldann samt) og/eða sölubása með drykki og ís.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information