Frárein frá Suðurlandsvegi inná Norðlingabraut

Frárein frá Suðurlandsvegi inná Norðlingabraut

Hvað viltu láta gera? Búa til frárein frá Suðurlandsvegi inná Norðlingabraut mitt á milli hringtorgsins (inná Breiðholtsbraut) og Olís. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að gera það þægilegra, auðveldara og öruggara fyrir íbúa Norðlingaholts og gesti að komst inn í hverfið án þess að þurfa að fara í gegnum hringtorgið sem liggur uppí hesthúsahverfið norð-austan Norðlingaholts. Þrátt fyrir einstefnuskilti á Olís planinu, inná Norðlingabraut, þá keyra mjög margir þar í gegn og virðist erfitt að stemma stigu gegn því og því mundi þetta koma í veg fyrir það þar sem engin þörf væri á lengur. Fólki finnst augljóslega of langt að keyra austan fyrir hverfið, fara í gegnum nokkur hringtorg til að komast inní hverfið. Það væri ekki flókið að gera frárein og mundi það létta á umferð um Suðurlandsveg á þessum vegkafla, sem oft er töluverð umferð á.

Points

Frábær hugmynd, ætlaði einmitt sjálf að koma með þessa hugmynd. Myndi minnka umferðina á Breiðholtsbrautinni þar sem oft myndast mikil umferð við umferðarljósin. Það er óþarflega langt að keyra framhjá öllu hverfinu, snúa við á hringtorginu og keyra alla leiðina til baka.

Mjög stuttur vegakafli sem þyrfti að bæta við og mundi því vera fljótgerður.

Þetta er frábær hugmynd. Þörfin sést á því hversu margir keyra í gegnum bensínstöðina. Skil reyndar ekki af hverju það má ekki.

Góð hugmynd, kemur í veg fyrir akstur gegn einstefnu á Olís planinu og léttir á umferð um hringtorgin.

Frábær hugmynd, styttir akstursleið inn í hverfið. Sambærilegt og í Ártúnsbrekkunni til vesturs ofan við N1.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information