Fljótandi sauna í Nauthólsvík

Fljótandi sauna í Nauthólsvík

Hvað viltu láta gera? Smíða litla þurrgufu á einn flotprammann í Nauthólsvík. Annar flotpramminn virðist vera í takmarkaðri notkun og væri því tilvalinn sem undirstaða fyrir saunu og ætti þannig að halda tilkostnaði niðri (sjá mynd). Flotpramminn flyti í passlegri fjarlægð frá landi. Hann myndi hýsa saunu og hvíldarpall til þess að hvíla sig milli sundspretta eða liggja í sólbaði. Hugsanlega væri hægt að klifra upp á þak og stökkva út í. Yfir vetrartímann væri svo hægt geyma flekann á sama stað og flotprammarnir eru geymdir í dag. Hef stundað sjóböð í nokkur ár og lengi dreymt um saunu í Nauthólsvík. Það virðist vera áhugi fyrir þessu og fjöldamörg dæmi um þetta út í heimi. Skemmtileg og öðruvísi hugmynd sem myndi vekja eftirtekt. Hvers vegna viltu láta gera það? Sniðug leið til þess að fá saunu í Nauthólsvíkina með litlum tilkostnaði. Flotsaunan myndi vekja athygli og gæti orðið skemmtileg viðbót við aðstöðuna í Nauthólsvík auk þess vantar þægilegan viðarklæddan flotpramma sem gott er að hvíla sig á milli sundspretta.

Points

Æðisleg hugmynd. Það þarf að vera bryggja út í flotpramman svo maður komist þurr í þurrgufuna :)

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Þessari hugmynd verður komið áfram sem ábendingu til Nauthólsvíkur. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Æðisleg hugmynd, myndi lífga upp á sjósundið!

Þetta er ein besta hugmynd sem ég hef heyrt. Sauna á klárlega heima þarna í Nauthólsvíkinni :)

mjög góð hugmynd

Þetta er snilldar hugmynd sem að væri í stöðugri notkun.

Alveg frábær tillaga , góð viðbót við aðstöðuna í Nauthólsvík.

Mjög spennandi hugmynd sem sómi væri af í Nauthólsvíkinn. Styð hana 100%.

um að gera að auka fjölbreytnina í baðmenningu og styðja við frekari uppbyggingu á þekktum baðstað og útivistarsvæði

Þetta er nauðsynleg viðbót fyrir alla þá sem stunda sjósund í Nauthólsvík ásamt öðrum gestum baðstrandarinnar og nágrennis. Falleg og vel útfærð hönnun. Mjög kærkomið!

JÁ! Eru einhver rök á móti þessu?

Frábær hugmynd, setur annan brag á sjósundið í Nauthólsvík.

Þetta er frábær hugmynd! Ég myndi hiklaust nýta mér þessa aðstöðu.

Styð þetta í botn!

Töff og skemmtileg viðbót í Nauthólsvíkina.

Amazing project! I loved going to this sauna on river in Prague and I miss it in Reykjavík! http://laznenalodi.cz/

Dúndurgóð hugmynd! Hópurinn sem sækir sjóböð stækkar sífellt, með þessum hætti væri hægt að auka fjölbreytni heimsóknanna, dreifa traffík og laða að enn fleiri.

Frábær hugmynd! Ekki ósvipuð og Allas Sea Pool svæðið í Helsinki sem hefur reynst mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn: https://www.allasseapool.fi/en/

Skemmtileg og öðruvísi hugmynd sem myndi vekja eftirtekt!

Þetta væri virkilega spennandi viðbót við sjóbaðsmenninguna í Reykjavík!

More points (11)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information