Plöntur í Hraunbæinn

Plöntur í Hraunbæinn

Hvað viltu láta gera? Ég tel að það þurf meiri gróður í Hraunbæjargötuna. Sé fyrir mér stór tré í bland við falleg blóm. Hvers vegna viltu láta gera það? Gatan er mjög hrá og óumhverfisvæn þar sem nánast enginn gróður er til staðar. Ég tel að það myndi bæta ásýnd þessarar mjög svo hráu götu til muna. Sé fyrir mér stór tré fyrir framan gömlu blokkirnar sem ná endilangt í Hraunbænum.

Points

Sammála því að Hraunbærinn verði vistlegri með með plöntum og klárlega nauðsynlegt að gera þessa fjölmennustu íbúðargötu borgarinnar heimilislegri og aðlaðandi.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information