Hjólastígur frá gömlu brú að stíflu - norðanmegin við ána

Hjólastígur frá gömlu brú að stíflu - norðanmegin við ána

Hvað viltu láta gera? Gera sér hjólastíg allan stífluhringinn. Kannski þarf að skipta verkinu í nokkra hluta. Myndi vilja fá fyrst hjólastíg frá gömlu brú niður að stíflu (Árbæjarmegin við ána). Hvers vegna viltu láta gera það? Slysahætta - Hjólamerkingar á göngustíg eru lélegar, gróður og beygjur á stíg skyggja sýn. Mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda á þessari leið. Aðskildir stígar minnka slysahættu og báðir aðilar njóta sín betur.

Points

Sammála, mjög mikil umferð hjólandi, hlaupandi og gangandi og fólk með hunda í bandi sem þvera stíginn.

Það yrði til mikilla bóta að fá aðskildan hjólastíg. Gangandi fólk er ekki öruggt þarna eins og er og sérstaklega ekki börn, miðað við alla, hröðu hjólaumferðina.

Góð hugmynd og þá helst öryggisins vegna!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information