Lítill völlur fyrir kúluspil (petanque/boules)

Lítill völlur fyrir kúluspil (petanque/boules)

Hvað viltu láta gera? Setja upp lítinn völl fyrir kúluspil (petanque/boules) á lítið notuðum leikvelli inni í hverfi. Hvers vegna viltu láta gera það? Það vantar meiri afþreyingu og samkomustaði fyrir nágranna til að hittast í hverfinu. Kúluspil er skemmtileg og ódýr afþreyting sem bæði ungir sem aldnir geta spilað. Aðeins þarf lítinn völl til að fjölskylda eða grannar geti komið saman til að leika. Þetta hvetur til útivistar, minnkar einangrun og nýtir betur þá fallegu aðstöðu sem er til staðar í hverfinu okkar. Næsti leikvöllur við er með dóti fyrir litla krakka og er vel nýttur en þessi er ekki eins mikið notaður. Það er um að gera að nýta betur þessa skemmtilegu litlu leikvelli í hverfinu okkar og gefa hverjum og einum sérstöðu.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information