Minnisvarði um fórnarlömb helfararinnar

Minnisvarði um fórnarlömb helfararinnar

Hvað viltu láta gera? Reisa minnisvarða við höfnina eða á áberandi stað í miðbænum til minningar um fórnarlömb helfararinnar sem flúðu ofsóknir nasista og komu til Íslands en voru send til baka. Hvers vegna viltu láta gera það? Í öllum helstu borgum Evrópu eru minnisvarðar um fórnarlömb helfararinnar sem voru send frá viðkomandi borgum í útrýmingarbúðir nasista. Á Íslandi var hverfandi fjöldi gyðinga á þessum tíma en margir sem flúðu ofsóknir nasista komu hingað og reyndu að setjast að en var vísað aftur til Evrópu eftir lengri eða skemmri tíma. Enn fleiri sendu umsóknir um dvalarleyfi til Íslands en var hafnað. Ég tel rétt að reisa þessu fólki minnisvarða til að vekja almenning til umhugsunar um þennan sorglega tíma í sögu landsins

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information