Athvarf fyrir fugla, fóðurpallar

Athvarf fyrir fugla, fóðurpallar

Hvað viltu láta gera? Að setja upp fuglaathvarf á svæði sem er mikið notað af fuglum í Ártúninu. Staðsetningin er grasbletturinn milli Bleikjukvíslar og Birtingakvíslar. Þar hefur fólk á síðustu árum notað ákveðinn blett til að gefa fuglunum yfir veturinn. Hugmyndin er að setja upp fóðurhús og fóðurpalla á þessu svæði og gera það skilvirkara. Venjulega eru matarafgangar settir á jörðina á þessu svæði en þegar snjóþungir dagar eru þá á maturinn til að hverfa undir snjóþungann fljótt og því væri gott að hafa sérhönnuð fóðurhús með þökum sem koma í veg fyrir að matur hverfur undir snjó. Hægt er að kaupa fóðurhús hjá t.d. Fuglavernd (6500.kr stk.) en það þyrfti að koma þeim á trén eða á sérstaka staura. Einnig myndi ég vilja sjá opna fóðurpalla fyrir hrafna, en þeir sækja mikið í hverfið og taka alla afganga sem íbúar gefa. Þeirra pallar þurfa að vera hærri en þeirra hjá smáfuglunum (samt ekki þannig að fólk gæti ekki sett mat þangað) og þeir þurfa að vera breiðir og opnir (ekki með þaki eins og fyrir smáfuglana). Einnig myndi þetta hjálpa til að halda matarafgöngum frá heimilisköttum eða hundum sem komast í afgangana, sem eru ekki hollir fyrir heimilisdýr, en nauðsynlegir orkugjafar fyrir fugla. Samhliða væri einnig hægt að setja fuglahús á stóru aspirnar á þessu svæði, en fuglahús eins og fást t.d. hjá fuglavernd (6500.kr stk) gefa fuglum færi á að fjölga sér án þess að vera að koma sér fyrir í húsakynjum fólks og valda því óþægindum svo sem með fuglafló sem þekkist hjá staranum. Hvers vegna viltu láta gera það? Íbúar hverfisins gefa nú þegar smáfuglum mikið á veturnar og ég vil gera þessa fóðurgjöf skilvirkari með litlum en góðum breytingum (og ódýrum). Sem fuglafræðingur þá veit ég hvað það er mikilvægt að gefa smáfuglum yfir veturinn og á það getur haft afgerandi áhrif hvort einstaka einstaklingar lifi veturinn af eða ekki. Einnig trúi ég því að þetta gæti verið gott fordæmi um það sem mætti gera í fleiri hverfum í Reykjavík og þannig auka áhuga fólks á dýralífinu sem er næst okkur og auka áhuga barnanna á náttúrunni.

Points

góð hugmynd, til þess að önnur dýr komist ekki í brauð og korn

😀

Snilldar hugmynd!!!! Ein sú besta í langan tíma

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information