Endurskipuleggja hjólastíg við Sólfarið

Endurskipuleggja hjólastíg við Sólfarið

Hvað viltu láta gera? Hafa hjólastíginn heilan og breyta því hvernig túristar koma þarna að, til dæmis með því að fjarlægja litlu innkeyrsluna, það eru einungis 500m að rútustoppinu við Hörpuna. Einnig er hægt að breyta innkeyrslunni þannig að hjólandi vegfarendur og ferðamenn þurfi ekki að mætast með því að hafa hjólastíginn fjær þannig að rúturnar þurfi að fara yfir hann til þess að fara í stæði og hleypa fólki út. Hvers vegna viltu láta gera það? Í dag er stígurinn klipptur þannig að hjólandi þurfa að hægja ferðina talsvert og fara inn á útsýnissvæði til þess að komast framhjá. Svæðið er hættulegt þar sem ferðamenn líta ekki í kringum sig, stíga oft skyndilega aftur á bak þannig að sama hversu hægt maður hjólar og dinglar á bjöllunni þá er maður sífellt að forðast að hjóla á fólk. Þetta gerir hjólaleiðina í vinnuna fyrir íbúa miðbæjarinns ekki eins heillandi og að sama skapi fyrir þau sem vinna í miðbænum sem við viljum að haldi áfram að nota vistvæna samgöngumáta.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information