Frátekið svæði í íbúðagötum fyrir lestun og aflestun

Frátekið svæði í íbúðagötum fyrir lestun og aflestun

Hvað viltu láta gera? Hafa frátekið svæði í íbúðagötum sem fyrir íbúa til þess að nota vegna flutninga eða innkaupa og fyrir heimsendingar á ýmsum vörum fyrir íbúa. Hugmynd að stað til þess að prófa þetta væri neðsti hluti Ránargötu. Hvers vegna viltu láta gera það? Þegar flest stæði eru í notkun þá freistast sumir til þess að leggja upp í gangstétt svo gangandi þurfa að fara út á götu til þess að komast leiðar sinnar. Nokkur hundruð metrar í næsta stæði er venjulega ekki langt en getur verið það þegar þú þarft að koma sjónvarpi inn í hús eða sjö kössum af vörum úr Costco. Með þessu þá er hvetjum við íbúa til þess að halda áfram að eiga ekki bifreið í stæði allt árið um kring og fólk fær í staðinn forgang í stæði þegar þau hafa fengið bifreið á leigu fyrir stóru innkaupin.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information