Ókyngreindir fjölskylduklefar í Sundhöllina

Ókyngreindir fjölskylduklefar í Sundhöllina

Hvað viltu láta gera? Í sundlaugum borgarinnar eru eðli málsins samkvæmt kynskiptir baðklefar. Slíkt hentar þó ekki öllum og sums staðar erlendis eins og í Þýskalandi þekkjast ókyngeindir baðklefar án þess að slíkt þyki nokkuð tiltökumál. Sérgreindir baðklefar koma í veg fyrir að foreldrar geti hjálpast að með lítil börn og þegar börn verða sex ára þurfa þau að fara í "sinn klefa" ein ef þau eru í sundi með foreldri af gagnstæðu kyni. Þá vilja ekki allir láta flokka sig í karl- eða kvenkyn eftir einhverjum fyrirfram skilgreindum mælikvörðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Sundlaugar borgarinnar eru byggðar með baðklefum fyrir aðgeind kyn. Því er nær ómögulegt að breyta. Í nýuppgerðri Sundhöll er hins vegar ónotaður gamall kvennaklefi. Gæti verið hugmynd að breyta honum í klefa fyrir fjölskyldur og aðra sem slíka aðstöðu vildu nota eða að nýta nýja klefann fyrir þessa hugmynd en þann gamla áfram sem kvennaklefa, enda er hans saknað.

Points

Ókyngreindir fjölskylduklefar eru afar mmnauðsynleg viðbót - mun leysa "hallærisleg" vandamál hinna fullorðnu

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information