Setja upp spegil þegar komið er inn í götuna Rauðás

Setja upp spegil þegar komið er inn í götuna Rauðás

Hvað viltu láta gera? Þegar komið er inn í Rauðás af Selásbraut þá væri nauðsynlegt að setja upp spegil til að sjá umferð bæði akandi og hjólandi þegar komið er að því að beygja annað hvort til hægri eða vinstri inn á bílastæðin. Sést illa fyrr en komið er inn á beygjuakreinina. Þetta er sérstaklega erfitt að sjá þegar krakkarnir komu á fullri ferð frá Reykási niður tröppur meðfram raðhúsunum. Þau draga ekki úr hraðanum og láta sig gossa yfir gatnamótin. Hefur oft verið tæpt þegar bíll kemur inn í götuna og þau á fullri ferð og hvorugur hefur yfirsýn. Hef horft á þetta ítrekað. Einnig séð þegar barn hefur hjólað á bíl miklum hraða og lent í því sjálf og það er ekki góð upplifurn. Hef hugsað mikið um þetta síðan Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að það hefur oft verið tæpt þegar bíll kemur inn í götuna og einhver kemur hjólandi á fullri ferð og hvorugur hefur yfirsýn. Hef horft á þetta ítrekað. Einnig séð þegar barn hefur hjólað á bíl á góðum hraða og lent í því sjálf að það kom barn á hjóli á þó nokkurri ferð og lenti á bílnum og það er erfið upplifurn.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information