Greiðari leið frá Barónsstíg að Hringbraut

Greiðari leið frá Barónsstíg að Hringbraut

Hvað viltu láta gera? Lokað hefur verið fyrir umferð eftir Gömlu Hringbraut frá Barónsstíg til austurs vegna byggingarframkvæmda við Landspítala. Um skeið var opið fyrir umferð um nýjan malarveg sem framlengdi Nauthólsveg að Gömlu Hringbraut og var það mikil samgöngubót. Nú hefur þessari nýju leið verið lokað fyrir annarri umferð en Strætó og sjúkrabílum og virðist það vera varanleg ráðstöfun. Þessi takmörkun á umferð virðist algjör óþarfi. Umferð sem gæti leitað í þessa nýju leið er í staðinn beint um nærliggjandi götur sem tefur ferðir og eykur umferð um hverfið. Hvers vegna viltu láta gera það? Stytta leiðir og ferðatíma. Minnka umferðarálag á Laufásveg og Gömlu Hringbraut.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information