Hvað viltu láta gera? Að komið verði á gjaldskyld bílastæði frá Snorrabraut að Ánaustum ásamt bílastæðunum við Háskóla og Sjúkrastofnanir. Hvers vegna viltu láta gera það? Ef auka á umferð með strætó og minnka bílamergðina í miðbænum ásamt því að beina bílum í bílastæðahús verður að afnema að sumstaðar sé hægt að leggja ókeypis en annarsstaðar ekki.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Við sem búum í miðbænum getum fengið íbúakort
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation