Hjólabátar á Reykjavíkurtjörn

Hjólabátar á Reykjavíkurtjörn

Hvað viltu láta gera? Við Tjarnagötuinngang Ráðhússins má staðsetja aðstöðu að sumri til sem lánar út litla hjólabáta til siglinga á tjörninni í miðborg Reykjavíkur. 5 - 8 bátar að hámarki, hálftíma í senn. Hvers vegna viltu láta gera það? Götur miðborgarinnar geta verið yfirþyrmandi á góðum degi og þá frábært að stökkva í smá slökun, njóta fegurðarinnar frá tjörninni í ró og næði og anda að sér mannlífinu sem umlykur allt í kring á tjarnarbakkanum. Frábært að sigla stórann hring og fá öfugt fuglaperspegtiv á húsin sem eru allt í kring.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Tjörnin er ekki nægilega djúp til þess að hægt sé að vera með hjólabáta á henni auk þess fæli þetta inngrip í sér of mikla röskun á lífríki tjarnarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október -14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information