Lækurinn í Lækjargötu

Lækurinn í Lækjargötu

Hvað viltu láta gera? Opna fyrir lækinn í Lækjargötu eftir að hafa verið hulinn sjónum fólks í 100 ár. Hvers vegna viltu láta gera það? Það rennur lækur undir Lækjargötu og það yrði mikil miðbæjarprýði af að gera hann sýnilegan á ný ef vel væri að verkinu staðið. Það er liðin heil öld síðan hann var settur í stokk en ástæður þess voru helstar að opin skolpræsi lágu út í lækinn og mikla ólykt lagði frá honum. Slíkt mætti auðveldlega fyrirbyggja.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information