Upphitaðar gangstéttir

Upphitaðar gangstéttir

Hvað viltu láta gera? Láta leggja frárennsli hitaveituvatns undir gangstéttir á þeim stöðum sem mest er um gangandi og hjólandi vegfarendur. Hvers vegna viltu láta gera það? Á einstaka stöðum í miðbænum eru upphitaðar gangstéttir, t.d. á Suðurgötu næst Túngötu. Það þarf varla að hafa mörg orð um kosti þess að losna við hálku og ís af gangstéttum auk þess sem ekki þyrfti að strá sandi eða salti á þessum stöðum. Vel mætti hugsa sér að Orkuveita Reykjavíkur myndi styðja við þetta verkefni sem taka mætti í áföngum.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information